Jafnréttisnefnd

7691. fundur 05. september 2006
48. fundur
05.09.2006 kl. 10:00 - 11:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð
María H. Marinósdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Guðlaug Kristinsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar 2005-2007
2006030026
Kynning á fjölskyldustefnu og stöðu verkefna.2 Fjölskylduhátíðin Ein með öllu 2006
2006060059
Umræður um Fjölskylduhátíðina Eina með öllu sem haldin var um sl. verslunarmannahelgi.
Verslunarmannahelgin er ein af mestu ferðahelgum ársins á Íslandi og ljóst að Íslendingar vilja nýta hana til þess að gera sér dagamun með einum eða öðrum hætti. Það er því jákvætt að fyrirtæki í ferðamannaþjónustu og afþreyingu á Akureyri taki sig saman um að mæta þörfum fólks sem er á faraldsfæti þessa helgi. Með hliðsjón af þeim gildum sem Akureyrarbær vill leggja áherslu á er hins vegar mikilvægt að enn frekari áhersla verði lögð á að sú afþreying og skemmtan sem í boði er taki mið af þörfum og væntingum fjölskyldufólks fyrst og fremst. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd telur að frekari skref í þá átt eigi að vera forsenda fyrir áframhaldandi þátttöku bæjarins í hátíðinni Einni með öllu.
Að öðru leyti tekur jafnréttis- og fjölskyldunefnd undir þau megin sjónarmið sem koma fram í bókun meirihluta bæjarráðs frá 17. ágúst sl.3 Vinnuskóli - styrkbeiðni vegna fræðslu
2006050125
Erindi dags. 23. maí 2006 frá Lindu Óladóttur forstöðumanni Vinnuskóla Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir styrk til fræðslu fyrir Vinnuskólann sumarið 2006.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir að veita 50 þús. kr. styrk vegna fræðslu um kynferðislegt ofbeldi.


4 Karlahópur Femínistafélags Íslands - styrkbeiðni
2006070055
Erindi dags. 12. júlí 2006 frá Hjálmari G. Sigmarssyni f.h. Karlahóps Femínistafélags Íslands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 80.000 vegna átaksins "Karlmenn segja NEI við nauðgunum".
Samþykkt að veita 35 þús. kr. styrk vegna átaksins. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd lýsir ánægju sinni með framtak hópsins og vonast til að eiga samstarf við hann áfram.


5 Barneignir ungs fólks, fjölskylduvæn stefna bæjarins, fræðsla og forvarnir
2006080087
Umræður um barneignir ungs fólks, fjölskylduvæna stefnu bæjarins, fræðslu og forvarnir.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd felur jafnréttisráðgjafa að afla upplýsinga frá Hagstofu Íslands um það hvort fólk á Akureyri eignist börn yngra en annars staðar á landinu.


6 Jafnréttisstofa - fræðslu- og samráðsfundur
2006080085
Erindi dags. 28. ágúst 2006 frá framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem tilkynnt er að félagsmálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga muni standa fyrir fræðslu- og samráðsfundi fyrir nýskipaðar jafnréttisnefndir sveitarfélaga á Hótel Örk dagana
21. og 22. september nk.
Fundi slitið.