Jafnréttisnefnd

7475. fundur 29. júní 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - Fundargerð
47. fundur
29.06.2006 kl. 15:45 - 17:10
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð
María H. Marinósdóttir
Gerður Jónsdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 21. júní sl. kosið aðal- og varamenn í jafnréttis- og fjölskyldunefnd til næstu fjögurra ára:

Aðalmenn:                                                                   Varamenn:
Margrét Kristín Helgadóttir, formaður                     Þorlákur Axel Jónsson
Baldur Dýrfjörð, varaformaður                                  Kristinn Árnason
María Marinósdóttir                                                    Ragnheiður Júlíusdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson                                  Margrét Ríkarðsdóttir
Gerður Jónsdóttir                                                       Guðlaug Kristinsdóttir

__________________________________________________________________________
Í upphafi bauð formaður nýkjörna fulltrúa í jafnréttis- og fjölskyldunefnd velkomna til starfa.


 

1 Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2003-2007
2006050056
Kynning á jafnréttisstefnu og stöðu verkefna.


2 Launakönnun
2006020039
Rætt um fyrirhugaða könnun á launum starfsfólks Akureyrarbæjar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd felur jafnréttisráðgjafa að vinna áfram að málinu.


3 Kynjahlutfall í nefndum og ráðum
2006060080
Kynnt samantekt á kynjahlutfalli í nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fagnar jöfnu hlutfalli kynjanna í fastanefndum bæjarins.


4 Námskeið og samskiptafundur fyrir nýskipaðar jafnréttisnefndir
2006060081
Jafnréttisstofa, félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til námskeiðs og samskiptafundar fyrir nýskipaðar jafnréttisnefndir 21.-22. september nk.
Fundi slitið.