Jafnréttisnefnd

7273. fundur 16. maí 2006
46. fundur
16.05.2006 kl. 08:00 - 09:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar 2005-2007 - staða verkefna 2006
2006030026
Farið yfir stöðu verkefna í Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.2 Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2003-2007 - staða verkefna 2006
2006050056
Farið yfir stöðu verkefna í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.3 Tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna
2006020039
Kynntar ýmsar tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna á Akureyri.4 Aðgerðaáætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi
2005120041
Kynntar hugmyndir um aukið samstarf þeirra aðila sem koma að málum sem varða kynbundið ofbeldi.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd felur jafnréttisráðgjafa að fylgjast með auknu samstarfi á þessum vettvangi.


5 Launakannanir
2006010104
Þorlákur Axel Jónsson fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og fjölskyldunefnd óskaði eftir
umræðu um launakannanir.
Þorlákur Axel Jónsson og Tryggvi Þór Gunnarsson fulltrúar minnihluta óska bókað:
"Gerð almennra launakannana á Akureyri og hjá Akureyrarbæ eru mikilvægt tæki í jafnréttisbaráttunni. Engin slík könnun hefur verið gerð á kjörtímabilinu og tillaga í þá veru ekki hlotið samþykki meirihlutans. Ekki liggja fyrir almennar upplýsingar um launagreiðslur Akureyrarbæjar greindar eftir kyni."


Meirihlutinn óskar bókað:
"Þótt ekki hafi verið unnin allsherjar könnun á launum starfsmanna bæjarins á kjörtímabilinu hefur verið í gangi nákvæm skoðun á þeim launaþáttum sem oft eru taldir koma mismunandi við kynin. Er þar vísað til vinnu við uppsagnir á sérkjörum s.s. óunninni yfirvinnu og akstursgreiðslum. Fullyrða má að þær aðgerðir stuðli að auknu launajafnrétti kynjanna. Launakerfi þau sem nú eru í notkun hjá Akureyrarbæ bjóða því miður ekki upp á þann möguleika að einfalt sé að vinna úr þeim upplýsingar um kyngreindar launagreiðslur. Það stendur hins vegar til bóta þar sem unnið er að innleiðingu nýs kerfis sem gerir allar úttektir á launagreiðslum eftir kyni fyrirhafnarminni. Þar með skapast möguleikar á reglulegu eftirliti."
Fundi slitið.