Jafnréttisnefnd

7044. fundur 14. mars 2006
44. fundur
14.03.2006 kl. 08:03 - 09:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Hinrik Þórhallsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Starfsþjálfun - MPA nemi frá HÍ
2005100030
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir MPA nemi í starfsþjálfun hjá stjórnsýslusviði kynnti úttekt sína á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Jafnréttisráðgjafa falið í samráði við Bryndísi Elfu að undirbúa kynningu á úttektinni fyrir ábyrgðaraðila verkefna í Fjölskyldustefnu.


2 Jafnréttisstofa - styrkbeiðni vegna Evrópuverkefnis
2006020118
Kynnt var erindi dags. 23. febrúar 2006 frá framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki Evrópuverkefni sem er undir Jafnréttisáætlun ESB (Community Framework Strategy on Gender Equality). Óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um þetta verkefni, bæði hvað varðar upplýsingar og fjármögnun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 2. mars sl. að veita styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins og felur jafnréttisfulltrúa og jafnréttis- og fjölskyldunefnd umsjón þess af hálfu Akureyrarbæjar. Framlag Akureyrarbæjar er háð því að heildarfjármögnun verkefnisins gangi eftir.3 Jafnréttisstefna - jafnréttisáætlanir stofnana 2006
2005010008
Jafnréttisáætlun Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri kynnt.4 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga - 2006
2006010090
Kynnt var umfjöllunarefni og ályktun landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 17.- 18. febrúar sl.5 Aðgerðaáætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi
2005120041
Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri fjölskyldudeildar mætti á fundinn og fór yfir stöðuna.
Jafnréttisráðgjafa og deildarstjóra fjölskyldudeildar falið að skoða möguleika á kynningarátaki.Fundi slitið.