Jafnréttisnefnd

6827. fundur 24. janúar 2006
42. fundur
24.01.2006 kl. 08:00 - 09:05
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Kyngreinanlegar launagreiðslur
2006010104
Rætt var um möguleika á greiningu launagreiðslna hjá Akureyrarbæ eftir kyni.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.2 Fæðingarorlofssjóður - greiðslur til kvenna og karla á Akureyri
2003110066
Farið yfir upplýsingar um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til kvenna og karla á Akureyri 2001-2004.3 Aðgerðaáætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi
2005120041
Kynnt var aðgerðaáætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Áætlunin var unnin af aðgerðahópi gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi.
Jafnréttisráðgjafa falið að afla upplýsinga um hvernig staðið er að málum hjá Akureyrarbæ.


4 Samkeppni um gerð námsefnis
2005090054
Farið yfir tillögu um framkvæmd á samkeppni um gerð námsefnis sem nýtist beint í fræðslu um jafnrétti kynjanna eða hefur kynja- og jafnréttissjónarhorn á hvaða námsgrein sem er.5 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2006
2006010090
Erindi dags. 17. janúar 2006 frá jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar þar sem boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 17.- 18. febrúar næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.