Jafnréttisnefnd

6935. fundur 14. febrúar 2006
43. fundur
14.02.2006 kl. 08:00 - 09:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri
2005010108
Ingimar Eydal formaður náttúruverndarnefndar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á framkvæmdadeild kynntu endurskoðun á Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 24. janúar sl.2 Launamál kynjanna
2006020039
Kynnt var samantekt Ingólfs V. Gíslasonar sviðsstjóra á Jafnréttisstofu á launagreiðslum til kvenna og karla á Akureyri skv. upplýsingum úr skattaframtölum.
Athygli vekur að launamunur kynjanna á Akureyri er meiri en annars staðar á landinu. Leita þarf skýringa á því. Nefndin felur jafnréttisráðgjafa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.


3 Aðgerðaáætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi
2005120041
Farið yfir svar frá deildarstjóra fjölskyldudeildar vegna fyrirspurnar um hvernig málum er háttað hjá Akureyrarbæ hvað varðar stuðning við þolendur kynbundins ofbeldis.
Jafnréttisráðgjafa falið að afla frekari upplýsinga.


4 Jafnréttisvog
2005060111
Kynnt voru fyrirliggjandi drög að íslenskri jafnréttisvog og hugmynd Jafnréttisstofu að Evrópuverkefni um gerð jafnréttisvogar, verkfæris til að gera stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum aðgengilega.5 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga - 2006
2006010090
Farið yfir dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður í Reykjavík
17.- 18. febrúar.
Fundi slitið.