Jafnréttisnefnd

7138. fundur 11. apríl 2006

Akureyrarbær

Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - Fundargerð
45. fundur
11.04.2006 kl. 08:03 - 08:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Jafnrétti kynjanna - samkeppni um gerð námsefnis
2005090054
Engar tillögur bárust í samkeppni jafnréttis- og fjölskyldunefndar um gerð námsefnis sem nýtist beint í fræðslu um jafnrétti kynjanna eða hefur kynja- og jafnréttissjónarhorn á námsgrein.
Jafnréttisráðgjafa falið að ræða við deildarstjóra skóladeildar um jafnréttismál í grunnskólunum.


2 Kvenréttindafélag Íslands - ósk um samstarf vegna fundar um stöðu jafnréttismála
2006040027
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd hefur borist ósk frá KRFÍ um samstarf vegna fundar um stöðu jafnréttismála. Áætlað er að halda fundinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk.
Jafnréttisráðgjafa falið að vinna að málinu.


3 Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar 15. maí 2006
2006040029
Ræddar voru hugmyndir að áherslum jafnréttis- og fjölskyldunefndar í tilefni dagsins.4 Kynjahlutfall í nefndum og ráðum í sveitarfélögum
2006030087
Kynnt var fyrirspurn frá félagsmálaráðuneyti um kynjahlutfall í nefndum og ráðum sveitarfélaga.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fagnar þeim jöfnuði sem náð hefur verið í kynjahlutfalli í fastanefndum en bendir á að jafna þurfi kynjahlutfall í formennsku nefndanna svo og í samstarfsnefndum og stjórnum á vegum Akureyrarbæjar.Fundi slitið.