Jafnréttisnefnd

6467. fundur 18. október 2005
40. fundur
18.10.2005 kl. 08:00 - 09:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Hafdís Björg Hjálmarsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Íris Dröfn Jónsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir MPA nemi


1 Kynning á verkefninu "Flóttafólk á Akureyri frá fyrrum Júgóslavíu"
2005030069
Guðrún Blöndal kom á fundinn og kynnti lokaverkefni sitt við Háskólann á Akureyri "Flóttafólk á Akureyri frá fyrrum Júgóslavíu". Jafnréttis- og fjölskyldunefnd veitti styrk til verkefnisins vegna kaupa á túlkaþjónustu.

Hinrik Þórhallsson mætti á fundinn kl. 8.20
Guðrún Blöndal yfirgaf fundinn að lokinni kynningu.

2 Starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar
2005090053
Lögð fram tillaga að starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar fyrir árið 2006.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir framkomna tillögu.


3 30 ára afmæli kvennafrídags
2005010077
Farið var yfir stöðuna á undirbúningi sýningar um kvennafrídagana á Akureyri 1975 og 1985. Einnig var kynntur hátíðar- og baráttufundur kvenna sem haldinn verður í Sjallanum 24. október næstkomandi.4 Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - styrkbeiðnir 2005
2005030069
Bréf dags. 12. október 2005 frá undirbúningshópi hátíðar- og baráttufundar á Akureyri á 30 ára afmæli kvennafrídagsins þar sem óskað er eftir 50.000 kr. styrk frá jafnréttis- og fjölskyldunefnd vegna kaupa á auglýsingu.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk vegna auglýsingar.


5 Jafnrétti kynjanna - sveitarstjórnarkosningar 2006
2005100028
Ræddar hugmyndir um hvatningu til stjórnmálaflokka og framboða um að gæta að kynjahlutfalli á framboðslistum.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar skorar á konur á Akureyri að gefa kost á sér á framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar vorið 2006 sem og í nefndir og ráð að loknum kosningum. Með því móti geta konur haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru og tekið þátt í mótun bæjarfélagsins.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar hvetur stjórnmálaflokka og væntanleg framboð til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri vorið 2006 til þess að skipa á framboðslista jöfnu hlutfalli kvenna og karla. Nefndin minnir á ákvæði Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 en þar segir í 20. gr.: "Í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar." Slíkt markmið næst ekki nema kynjahlutfall á framboðslistum sé jafnt og tryggt að bæði konur og karlar komist að.6 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar 2002-2005 - úttekt
2005100030
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir MPA nemi í starfsþjálfun hjá stjórnsýslusviði kynnti úttekt sem hún vinnur að á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar 2002-2005.7 Kvennafrídagurinn 24. október - karl í kvennastarfi
2005010077
Tekin fyrir tillaga Írisar Drafnar Jónsdóttur fulltrúa L-lista um að útfærð verði hugmynd um að karlmaður sinni hefðbundnu kvennastarfi þann 24. október næstkomandi.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar hvetur karla að gera konum kleift að mæta á baráttufund á kvennafrídaginn.Fundi slitið.