Jafnréttisnefnd

5836. fundur 22. febrúar 2005
33. fundur
22.02.2005 kl. 08:00 - 09:15
Fundarherbergi FAK á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Iris Dröfn Jónsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Málþing um launajafnrétti 2005
2005020105
Ræddar hugmyndir að málþingi um launajafnrétti kynjanna.2 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2005
2005020106
Rædd var tillaga frá Jafnréttisstofu um að jafnréttis- og fjölskyldunefnd taki að sér að halda landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga í vor.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir að taka að sér að halda landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga vorið 2005.


3 Fjölskyldustefna - könnun á sveigjanlegum vinnutíma og samræmingu starfs og fjölskylduábyrgðar
2004090081
Jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar á sveigjanlegum vinnutíma og samræmingu starfs og fjölskylduábyrgðar sem gerð var meðal starfsmanna Akureyrarbæjar í samræmi við fjölskyldustefnu bæjarins.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd lýsir ánægju sinni með framkvæmd könnunarinnar og telur mikilvægt að skoða nánar hvort unnt verði að koma til móts við þá starfsmenn sem kjósa meiri sveigjanleika.


4 Starfsdagur jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2005
2005020107
Dagskrá fyrirhugaðs starfsdags rædd.
Fundi slitið.