Jafnréttisnefnd

6334. fundur 23. ágúst 2005
38. fundur
23.08.2005 kl. 08:00 - 10:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Hafdís Björg Hjálmarsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Tekið fyrir erindi bæjarráðs frá 23. júní 2005 þar sem óskað er umsagnar jafnréttis- og fjölskyldunefndar á breytingartillögum Oktavíu Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa við tillögu að endurskoðaðri fjölskyldustefnu sem lögð var fram í bæjarstjórn 14. júní 2005 en vísað til bæjarráðs ásamt framkomnum breytingartillögum Oktavíu Jóhannesdóttur.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fór yfir tillögurnar og vísar umsögn sinni til bæjarráðs.


2 Jafnréttisáætlanir stofnana 2005 - grunnskólar og Framkvæmdamiðstöð
2005010008
Lagðar fram jafnréttisáætlanir grunnskólanna og Framkvæmdamiðstöðvar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir framlagðar áætlanir.


3 Grunnskólastúlkur í vanda
2005030128
Gerð grein fyrir stöðu mála vegna þeirra grunnskólastúlkna sem eiga í vanda með nám vegna hegðunarerfiðleika eða annarra aðstæðna.4 Fjárhagsáætlun 2006 - jafnréttis- og fjölskyldunefnd
2005080059
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.
Jafnréttisráðgjafa falið að vinna áfram að áætluninni.


5 Sjónvarpsþáttur um jafnréttismál
2003050120
Sýnd drög að sjónvarpsþætti um jafnréttismál. Þátturinn er unninn af sjónvarpsstöðinni Aksjón með styrk frá jafnréttis- og fjölskyldunefnd.
Jafnréttisráðgjafa falið að koma athugasemdum sem fram komu á fundinum á framfæri við umsjónarmann þáttarins.Fundi slitið.