Jafnréttisnefnd

6404. fundur 20. september 2005
39. fundur
20.09.2005 kl. 08:00 - 09:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Iris Dröfn Jónsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar fyrir árið 2006
2005090053
Drög að starfsáætlun fyrir árið 2006 lögð fram.
Jafnréttisráðgjafa falið að vinna áfram að starfsáætluninni.


2 Fjárhagsáætlun 2006 - jafnréttis- og fjölskyldunefnd
2005080059
Fjárhagsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar fyrir árið 2006 lögð fram.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir áætlunina.


3 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2005
2005030010
Jafnréttisráðgjafi kynnti kynjaða úttekt á umsóknum og ráðningum í sumarstörf á vegum Akureyrarbæjar.


4 Kvennafrídagur - 30 ára afmæli
2005010077
Rætt um fyrirhugað samstarf jafnréttis- og fjölskyldunefndar og Héraðsskjalasafns Akureyrar um sýningu og söfnun skjala frá kvennafrídeginum á Akureyri 24. október 1975.
Jafnréttisráðgjafa falið að vinna áfram að málinu.


5 Jafnrétti kynjanna - samkeppni um gerð námsefnis
2005090054
Ræddar hugmyndir um samkeppni um gerð námsefnis um jafnrétti kynjanna fyrir grunnskólanemendur.
Jafnréttisráðgjafa falið að vinna áfram að málinu.Fundi slitið