Jafnréttisnefnd

5944. fundur 22. mars 2005
34. fundur
22.03.2005 kl. 08:00 - 09:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Iris Dröfn Jónsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Lögð voru fram drög að endurskoðaðri fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.2 Jafnréttisáætlanir stofnana 2005
2005010008
Jafnréttisráðgjafi kynnti þá vinnu sem nú fer fram við gerð jafnréttisáætlana þeirra stofnana bæjarins sem hafa fleiri en 25 starfsmenn.3 Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - styrkbeiðnir 2005
2005030069
Ódagsett erindi frá akureyrskum konum í kvennalandsliðinu í íshokkí þar sem sótt er um styrk vegna þátttöku í heimsmeistaramóti á Nýja Sjálandi.
Jafnréttisráðgjafa falið að afla frekari upplýsinga.


4 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2005
2005020106
Farið yfir drög að dagskrá fyrirhugaðs landsfundar sem haldinn verður 6.- 7. maí næstkomandi.5 Málþing um launajafnrétti 2005
2005020105
Farið yfir drög að dagskrá fyrirhugaðs málþings sem haldið verður 6. maí næstkomandi í tengslum við landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga.6 Grunnskólastúlkur í vanda
2005030128
Umræður um vanda grunnskólastúlkna með nám vegna hegðunarerfiðleika eða annarra aðstæðna.
Jafnréttisráðgjafa falið að kanna málið í samræmi við umræður á fundinum.Fundi slitið.