Jafnréttisnefnd

5376. fundur 19. október 2004
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - Fundargerð
29. fundur
19.10.2004 kl. 08:00 - 09:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Þór Gunnarsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Forvarnastefna - Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2003100007
Bæjarstjórn gerði á fundi sínum 21. september 2004 eftirfarandi bókun: "Bæjarstjórn Akureyrar vísar því til jafnréttis- og fjölskyldunefndar að við endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar verði forvarnaáætlun felld inn í hana."
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir að fella forvarnaáætlun inn í endurskoðaða fjölskyldustefnu.


2 Umsókn um styrk til bókarútgáfu
2004090046
Erindi dagsett 13. september 2004 frá Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 150-200 þúsund vegna bókar sem hann er með í smíðum um karlmennsku og jafnréttisuppeldi.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd getur ekki orðið við erindinu. Nefndin fagnar hins vegar framtakinu og óskar höfundi góðs gengis.


3 Viðurkenning jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2004
2004020088
Farið var yfir tilnefningar til viðurkenningar fyrir gott starf að málefnum fjölskyldna.
Fundi slitið.