Jafnréttisnefnd

5294. fundur 14. september 2004
28. fundur
14.09.2004 kl. 08:00 - 08:45
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2005
2004060015
Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2005.
Nefndin samþykkir framkomna tillögu.


2 Fjárhagsáætlun 2005 - jafnréttis- og fjölskyldunefnd
2004080054
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.
Nefndin samþykkir framkomna tillögu.


3 Viðurkenning nefndarinnar árið 2004
2004020088
Ræddar voru áherslur vegna viðurkenningar ársins.
Jafnréttisráðgjafa falið að auglýsa eftir tilnefningum.


4 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - staða verkefna og endurskoðun
2004010059
Farið yfir heimtur á upplýsingum um stöðu verkefna. Skýrt frá stöðu endurskoðunar.



5 Leiðbeiningar um viðbrögð við kynferðislegri áreitni og einelti
2004010156
Jafnréttisráðgjafi kynnti leiðbeiningarnar sem nýlega voru unnar í samræmi við jafnréttisstefnu.


Fundi slitið.