Jafnréttisnefnd

5035. fundur 26. maí 2004
26. fundur
26.05.2004 kl. 08:15 - 10:20
Jafnréttisstofa/Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Starfsemi Jafnréttisstofu kynnt
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd heimsótti Jafnréttisstofu og fræddist um starfið sem þar fer fram.


2 Akureyrarvaka 2004
2004050028
Menningarmálanefnd hefur óskað eftir því að jafnréttis- og fjölskyldunefnd tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn um Akureyrarvöku 2004.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd tilnefnir Gerði Jónsdóttur sem fulltrúa sinn í verkefnisstjórn um Akureyrarvöku.


3 Jafnréttisstefna - staða verkefna 2004
2004050081
Jafnréttisráðgjafi kynnti stöðu verkefna.


4 Hátíðardagur íslenskra kvenna - 19. júní 2004
2004050082
Rædd var dagskrá í tilefni 19. júní, en í ár eru liðin 89 ár frá því íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis.
Jafnréttisráðgjafa falið að undirbúa dagskrána.


5 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Á fundi bæjarstjórnar 18. maí sl. var svohljóðandi tillaga samþykkt:
"Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar og skal því verki vera lokið í síðasta lagi um mitt næsta ár. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd skipi sérstakan starfshóp til að vinna að verkefninu og setji honum erindisbréf. Vinnuhópurinn leggi mat á það hvernig til hefur tekist um framkvæmd stefnunnar og geri tillögur um breytingar ef þurfa þykir."
Samþykkt að Gerður Jónsdóttir formaður stýri starfshópnum. Nefndin óskar eftir því að skóladeild, íþrótta- og tómstundaráð og umhverfisráð tilnefni fulltrúa í starfshópinn. Jafnréttisráðgjafi mun starfa með hópnum.


6 Dómsmál nr. E-124/2002
2001040079
Þorlákur Axel Jónsson Samfylkingu óskaði eftir kynningu á dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ og umræðum um viðbrögð bæjarstjórnar. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.7 Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum
2004050097
Ályktun jafnréttis- og fjölskyldunefndar vegna vændisfrumvarps:
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar lýsir yfir stuðningi við þær tillögur sem fyrir liggja um breytingu á almennum hegningarlögum og varða kaup á vændi. Það er mat nefndarinnar að með því sendi stjórnvöld skýr skilaboð til samfélagsins um að ekki sé ásættanlegt að kaupa aðgang að líkömum annarra og nýta sér þannig neyð þeirra.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar vill í þessu sambandi vekja athygli á því að í jafnréttisstefnu bæjarins er eitt af leiðarljósunum að stuðlað verði að því að andleg og líkamleg heilsa kynjanna verði sem best og kynlífsþrælkun, kynferðisleg misnotkun og kynbundið ofbeldi því fordæmt í hvaða mynd sem það kann að birtast í bæjarfélaginu.


Fundi slitið.