Jafnréttisnefnd

4832. fundur 23. mars 2004
24. fundur
23.03.2004 kl. 08:03 - 09:14
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Alfreð Almarsson
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjölskylduvog - mæling á lífsgæðum
2004030117
Kjartan Ólafsson félagsfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kynnti verkefnið.


Elín M. Hallgrímsdóttir mætti til fundarins kl. 8.08.
Kjartan Ólafsson vék af fundi eftir kynninguna.


2 Starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2004
2004010125
Lögð fram endurskoðuð starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir endurskoðaða starfsáætlun.


3 Fjölskyldumat - gátlisti
2003060089
Gerð gátlista vegna fjölskyldumats er liður í fjölskyldustefnu bæjarins. Lögð voru fram drög að gátlista og leiðbeiningum um notkun.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir gátlistann og hvetur til notkunar hans í nefndum og deildum og annars staðar þar sem teknar eru ákvarðanir sem snert geta barnafjölskyldur á Akureyri.

Fundi slitið.