Jafnréttisnefnd

4938. fundur 27. apríl 2004
25. fundur
27.04.2004 kl. 08:00 - 09:30
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Hinrik Þórhallsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Heimsókn frá Jafnréttisstofu
Margrét María Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu heimsótti nefndina og kynnti m.a. Norræna jafnréttisráðstefnu sem haldin verður á Akureyri 4. maí næstkomandi.2 Verklagsreglur vegna ráðninga m.t.t. kynjasjónarmiða
2004020089
Lögð fram drög að verklagsreglum vegna ráðninga stjórnenda og annarra starfsmanna m.t.t. kynjasjónarmiða.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar.
Þorlákur Axel Jónsson sat hjá og óskar bókað:
"Ég lýsi mig fylgjandi þeirri meginstefnu sem fram kemur í reglum þessum en tel að reglurnar þrengi meira að möguleikum Akureyrarbæjar til þess að horfa til jafnréttissjónarmiða við ráðningar en jafnréttislögin gefa tilefni til."3 Jafnréttis- og fjölskyldustefnur fyrirtækja
2004030104
Lögð fram drög að bréfi til fyrirtækja á Akureyri þar sem hvatt er til mótunar jafnréttis- og fjölskyldustefna.
Jafnréttisráðgjafa falið að senda út bréfið.


4 Reglur um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa og stjórnenda Akureyrarbæjar
2004010087
Lagðar fram reglur um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa og stjórnenda Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.


5 Launakönnun - ParX
2004040005
Erindi til jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 1. apríl 2004 þar sem fyrirtækið ParX býður fram þjónustu sína við gerð launakönnunar.
Allsherjarkönnun á launakjörum starfsmanna bæjarins var gerð árið 1998 og sýndi hún 8% launamun kynjanna. Samkvæmt jafnréttisstefnu bæjarins er næsta allsherjarkönnun fyrirhuguð á árinu 2006.
Nefndin felur jafnréttisráðgjafa að afla upplýsinga um fleiri fyrirtæki sem taka að sér gerð slíkra kannana.


6 Jafnréttislöggjöfin
2004040090
Ályktanir jafnréttis- og fjölskyldunefndar vegna umræðna síðustu vikna um Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.
Meirihluti jafnréttis- og fjölskyldunefndar bókaði: Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar vill vegna umræðna síðustu vikna um Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 minna á að enn njóta kynin ekki fulls jafnréttis í íslensku samfélagi þótt margt hafi þokast áleiðis. Nefndin telur fulla ástæðu til þess að vinna markvisst í anda laganna og fær ekki séð að nokkuð gefi til kynna að þau séu úrelt.

Þorlákur Axel Jónsson og Tryggvi Þór Gunnarsson óska bókað: "Yfirlýsingar Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um brot á ákvæðum jafnréttislaga vegna skipunar dómara í Hæstarétt, ganga gegn starfi því sem unnið hefur verið í jafnréttismálum um árabil á grundvelli þessara laga. Jafnréttislögin lýsa þeim vilja þjóðarinnar að efla réttlæti og frelsi í landinu, þau ber að virða, jafnt háir sem lágir, sveitarstjórnir og ríkisstjórn. Sú forneskja sem birtist í yfirlýsingum dómsmálaráðherrans er ólíðandi, honum ber því að biðjast afsökunar eða víkja ella."


Fundi slitið.