Jafnréttisnefnd

4632. fundur 27. janúar 2004
21. fundur
27.01.2004 kl. 08:15 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í RáðhúsiNefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir, formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð1 Jafnréttisstefna til ársins 2007 - kynning og útgáfa 2004
2004010044
Jafnréttisráðgjafi kynnti fyrirhugaða útgáfu og kynningu á nýsamþykktri jafnréttisstefnu.
Jafnréttisráðgjafa falin umsjón með útgáfu og kynningu í samstarfi við verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála bæjarins.


2 Erindisbréf nefnda endurskoðuð
2004010072
Farið yfir tillögu að samþykkt fyrir jafnréttis- og fjölskyldunefnd.
Lagt fram til kynningar.


3 Starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2004
2004010125
Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar.
Jafnréttisráðgjafa falið að ganga frá starfsáætluninni.


4 Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
2003120039
Þorlákur Axel Jónsson fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: Hvaða sjónarmið voru lögð til grundvallar við ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs í ljósi jafnréttisstefnu Akureyrar?
Lögð var fram greinargerð með tillögu bæjarstjóra um ráðningu í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Þorlákur Axel Jónsson og Tryggvi Þór Gunnarsson óska bókað: Í greinargerð með tillögu bæjarstjóra um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs kemur ekki fram með hvaða hætti jafnréttissjónarmið voru höfð til hliðsjónar við mat á hæfni umsækjenda.

Fundi slitið.