Jafnréttisnefnd

3904. fundur 09. apríl 2003

33. fundur
09.04.2003 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Þorgerður Þorgilsdóttir
Atli Þór Ragnarsson
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari
Auk ofanritaðra sat Karl Guðmundsson fundinn undir 3. lið.
1 Styrkbeiðni vegna óvissuferðar 10. bekkjar Oddeyrarskóla
2003030168
Erindi dags. 19. mars sl. frá Sesselju Sigurðardóttur, fulltrúa foreldra 10. bekkjar, þar sem óskað er eftir styrk vegna óvissuferðar við lok samræmdu prófanna vorið 2003.
Nefndin vísar erindinu áfram til skólanefndar.


2 Styrkbeiðni vegna óvissuferðar 10. bekkjar grunnskóla Akureyrar
2003040040
Erindi dags. 22. mars 2003 frá Hönnu Dóru Markúsdóttur, fulltrúa foreldra 10. bekkjar Brekkuskóla, Lundarskóla, Síðuskóla og Glerárskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna óvissuferðar við lok samræmdu prófanna vorið 2003.
Nefndin vísar erindinu áfram til skólanefndar.


3 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Mótun nýrrar starfsáætlunar nefndarinnar og stefnu í forvörnum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.