Jafnréttisnefnd

4515. fundur 09. desember 2003
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - Fundargerð
20. fundur
09.12.2003 kl. 08:15 - 09:00
Fundarsalur á 4. hæð í RáðhúsiNefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir, formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð1 Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar
2002110017
Jafnréttisstefna til ársins 2007 lögð fram til samþykktar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar.


2 Átaksverkefni gegn offitu barna á Akureyri
2003110094
Erindi dags. 21. nóvember 2003 frá Ásu Elísu Einarsdóttur barnalækni á FSA þar sem hún greinir frá átaksverkefni gegn offitu barna á Akureyri og óskar eftir stuðningi frá Akureyrarbæ í formi greiðslu launa fyrir íþróttafræðing og/eða fríðindum svo sem frítt í sund og í Hlíðarfjall. Óskað hefur verið eftir umsögn jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd lýsir yfir ánægju með framtak FSA, Heilsugæslu Akureyrar og Eflingar um að standa fyrir átaksverkefni gegn offitu barna á Akureyri og telur að þar sé um þarft heilbrigðismál að ræða. Nefndin telur hins vegar að það sé hlutverk ríkisins fremur en sveitarfélags að styrkja verkefni á þessu sviði.


3 Kvenréttindafélag Íslands - styrkbeiðni
2003110080
Styrkbeiðni frá KRFÍ og öðrum aðstandendum sýningar og ráðstefnu um athafnakonur, sem haldnar voru á Akureyri 21. og 22. nóvember 2003.
Nefndin samþykkir að veita 20.000 kr. styrk.


4 Fæðingarorlofssjóður - fyrirspurn
2003110066
Á síðasta fundi nefndarinnar var jafnréttisráðgjafa falið að kanna möguleika á að afla upplýsinga um greiðslur fæðingarorlofssjóðs til kvenna og karla á Akureyri.
Skv. svörum frá Tryggingastofnun ríkisins er ekki hægt að kalla fram umbeðnar upplýsingar.


5 Önnur mál
Þorlákur Axel Jónsson bar fram tillögu um að jafnréttisráðgjafa verði falið að hafa samband við samtök launþega og atvinnurekenda um það hvaða þættir í kröfugerð þeirra og tilboðum eigi að draga úr launamun kynja í næstu kjarasamningum.
Tillögunni var vísað frá með 3 atkvæðum, 1 var á móti frávísun og 1 sat hjá.

Fundi slitið.