Jafnréttisnefnd

4449. fundur 11. nóvember 2003
19. fundur
11.11.2003 kl. 08:10 - 09:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í RáðhúsiNefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir, formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Hinrik Þórhallsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fundarritari1 Jafnréttisráðgjafi
2003080022
Kynning á nýjum jafnréttisráðgjafa.
Jafnréttisráðgjafi boðinn velkomin til starfa.


2 Jafnréttismál - viðhorfsrannsókn 2003
2003090077
Niðurstöður viðhorfsrannsóknar um jafnréttismál sem unnin var fyrir nefndina af Gallup í september og október 2003.
Lagt fram til kynningar.


3 Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar
2002110017
Staða gerðar jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ.
Stefnt að því að lokadrög verði tilbúin fyrir næsta fund.


4 Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna,
15. mál

2003100087
Erindi dags. 29. október 2003 frá félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna, 15. mál.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar lýsir stuðningi sínum við það markmið að náð verði fram fullu launajafnrétti kynjanna í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til útfærslu framkvæmdarinnar.


5 Önnur mál
Kannaður verði möguleiki á að afla upplýsinga um greiðslur fæðingarorlofssjóðs til kvenna og karla á Akureyri.
Jafnréttisráðgjafa falið að kanna málið.Fundi slitið.