Jafnréttisnefnd

4135. fundur 01. júlí 2003

16. fundur
01.07.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir, formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir ritaði fundargerð
1 Fjölskyldumat - gátlisti
2003060089
Félagssvið sendi gátlista vegna fjölskyldumats til umsagnar í nefndinni.
Nefndin gerði eina athugasemd við gátlistann en lýsti að öðru leyti ánægju sinni með hann.


2 Fjölskyldudagurinn - Akureyrarvaka
2003050121
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd Akureyrarvöku 2003. Elín Hallgrímsdóttir fulltrúi jafnréttis- og fjölskyldunefndar í verkefnisstjórn fyrir Akureyrarvöku sagði frá gangi mála.3 19. júní - kvenréttindadagurinn
2002060053
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd stóð fyrir gróðursetningu í nýjum reit á Hömrum tileinkuðum konum. Reiturinn hlaut nafnið Vilhelmínulundur. Hallgrímur Ingólfsson mætti á fundinn undir þessum lið.
Nefndin felur honum að gera tillögu að skilti til þess að merkja lundinn og fá tilboð í verkið.


4 Fjölskyldustefna Akureyrar
2002080012
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fór yfir verkefnastöðu fjölskyldustefnunnar.
Nefndin er nokkuð sátt við framgang stefnunnar og telur eðlilegt að kallað sé eftir upplýsingum tvisvar á ári eins og verið hefur.


5 Fjárhags- og starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2004
2003060094
Lagðar fram upplýsingar um fjárhags- og starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2004.
Formanni nefndarinnar og jafnréttisfulltrúa falið að leggja línur varðandi fjárhagsáætlun.


6 Starf jafnréttisfulltrúa
2003050122
Jafnréttisfulltrúi Elín Sigrún Antonsdóttir sat sinn síðasta fund með jafnréttis- og fjölskyldunefnd.
Nefndin þakkaði Elínu samstarfið og óskaði henni velfarnaðar.


Fundi slitið.