Jafnréttisnefnd

3681. fundur 14. janúar 2003

9. fundur
14.01.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari
1 Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar 2002.
2002110017
Unnið að endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar.
Samþykkt að senda til stjórnenda og nefnda hjá Akureyrarbæ beiðni um tillögur og ábendingar varðandi endurskoðun jafnréttisáætlunar.


2 Viðurkenning jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2002
2002110072
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd hyggst veita fyrirtæki/félagi/stofnun viðurkenningu fyrir jafnréttis- og/eða fjölskyldustefnu.
Nefndin tók ákvörðun um hver hljóta skyldi viðurkenningu ársins 2002. Jafnréttisfulltrúa falið að undirbúa afhendinguna.


3 Kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum Akureyrarbæjar
2000020017
Jafnréttisfulltrúi hefur unnið að því að taka saman gögn um hlutföll kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Akureyrarbæ.
Drög lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.