Jafnréttisnefnd

4075. fundur 10. júní 2003

15. fundur
10.06.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir, formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Ása Maren Malmquist
Elín Sigrún Antonsdóttir, fundarritari
1 Impra - Brautargengi 2003 - styrkbeiðni
2003060007
Erindi dags. 30. maí 2003 frá Impru nýsköpunarmiðstöð á Akureyri varðandi námskeið fyrir konur í stofnun og rekstri fyrirtækja.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og fagnar hún erindinu og vísar því til bæjarráðs.


2 Endurskoðun jafnréttisáætlunar (jafnréttisstefnu) Akureyrarbæjar 2003
2002110017
Lokayfirferð á jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Jafnréttisfulltrúa falið að senda drög af jafnréttisstefnunni til nefnda bæjarins til umsagnar.


3 Fjölskyldustefna Akureyrar
2002080012
Jafnréttisfulltrúi lagði fram greinargerð um stöðu fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Nefndin fór yfir greinargerð um eftirfylgni fjölskyldustefnu. Jafnréttisfulltrúa falið að taka saman nánari upplýsingar um stöðu mála.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.