Jafnréttisnefnd

4053. fundur 03. júní 2003

14. fundur
03.06.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir, formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir, fundarritari
1 Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar 2002
2002110017
Lögð fram drög jafnréttisfulltrúa og skriflegar athugasemdir nefndarmanna á jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar.
Nefndin fór í gegnum drögin og gerði leiðréttingar og athugasemdir.
Jafnréttisfulltrúa falið að vinna lokadrög.


2 Fjölskyldudagurinn - Akureyrarvaka
2003050121
Samkvæmt starfsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar ætlar hún að halda sérstakan fjölskyldudag á Akureyri í sumar. Nefndin mun ganga til samvinnu við menningarmálanefnd og Alþjóðastofu um slíkan dag þar sem fléttað verði saman menningu/alþjóðamenningu og fjölskylduskemmtun.
Nefndin tilnefndi Elínu Hallgrímsdóttur sem fulltrúa sinn í undirbúningshóp.


3 Jafnrétti og tölur
2003050097
Kynbundnar upplýsingar í tölum.
Lagt fram til kynningar.


4 Kynningarþættir um jafnréttismál
2003050120
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd ætlar að vinna með Aksjón og e.t.v. fleiri aðilum að því að gera kynningarþætti um jafnréttismál sem sýndir verða á Aksjón síðar á árinu.
Nefndin lýsir ánægju sinni með framgang málsins.


5 Starf jafnréttisfulltrúa
2003050122
Jafnréttisfulltrúi hefur sagt upp störfum frá og með 1. júní nk.


6 19. júní - kvenréttindadagurinn
2002060053
19. júní er kvenréttindadagur Íslands en þann dag árið 1915 öðluðust íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fól jafnréttisfulltrúa að undirbúa gróðursetningu og dagskrá í tilefni dagsins.

Fundi slitið.