Jafnréttisnefnd

3955. fundur 06. maí 2003

13. fundur
06.05.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir, fundarritari
1 Kyngreindar upplýsingar
2003040032
Jafnréttisfulltrúi sagði frá gangi mála varðandi athugun á launum kvenna og karla hjá Akureyrarbæ og las bréf sem jafnréttisfulltrúa hefur borist frá bæjarstjóra þar sem óskað er eftir greinargerð um stöðu þessara mála.
Meirhluti nefndarinnar fól jafnréttisfulltrúa að svara erindi bæjarstjóra.
Fulltrúar minnihlutans Þorlákur Axel Jónsson og Tryggvi Gunnarsson óskuðu bókað:
"Hér með er ítrekuð sú krafa að yfirstjórn bæjarins leggi fram kyngreindar upplýsingar um launakjör bæjarstarfsmanna eins og gildandi jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar gerir ráð fyrir."2 Styrkveitingar jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2003020087
Teknar fyrir styrkbeiðnir sem frestað var á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að styrkja kvennadeild Skautafélags Akureyrar um kr. 125.000 og meistaraflokk kvennakörfu Þórs um kr. 125.000. Á móti voru Elín Hallgrímsdóttir og Alfreð Almarsson og óskuðu þau bókað að þau teldu það ekki verkefni jafnréttis- og fjölskyldunefndar að úthluta íþróttastyrkjum.


3 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000100059
Jafnréttisfulltrúi hefur öðru sinni sent út bréf til framkvæmdaaðila fjölskyldustefnu. Svörin lögð fram til umræðu.
Jafnréttisfulltrúa falið að leggja fram greinargerð um stöðu verkefnanna á næsta fundi.


4 Staða jafnréttisfulltrúa í bæjarkerfinu
2003050021
Umræður eru um flutning jafnréttisfulltrúa á félagssvið.
Nefndin var einhuga um að embætti jafnréttisfulltrúa ætti að heyra beint undir bæjarstjóra og hafa aðsetur í Ráðhúsi.


5 Formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar hættir störfum
2003050022
Formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar Björn Snæbjörnsson tilkynnti að vegna persónulegra ástæðna léti hann af störfum hjá nefndinni.
Formaður þakkaði starfsmanni og nefndinni ánægjulegt samstarf. Var honum þakkað til baka og óskað velfarnaðar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.