Jafnréttisnefnd

3894. fundur 08. apríl 2003

12. fundur.
08.04.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari
1 Námskeið fyrir konur í atvinnurekstri
2003020089
Jafnréttisfulltrúi sagði frá gangi mála varðandi námskeið fyrir konur í atvinnurekstri og námskeiðinu "Arður og árgangur" sem hann sótti til Reykjavíkur.


2 Nefndabrennsla - keppni
2003040001
Verkefnastjórar Staðardagskrár 21 efna til keppni milli fastanefnda Akureyrarbæjar og Hafnarfjarðarbæjar í að minnka brennslu á eldsneyti, þ.e. notkun á einkabílum, þegar farið er á nefndarfundi.
Verkefnið kynnt.


3 Endurskoðun Jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar 2003
2002110017
Jafnréttisfulltrúi sagði nefndinni hvernig vinnan gengur við endurskoðun Jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar.
Nefndin fór yfir nýjustu drögin og gerði athugasemdir. Vinnu verður haldið áfram við áætlunina.


4 Styrkveitingar jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2003020087
Sex umsóknir bárust um auglýstan styrk jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Vegna umsóknar frá Alþjóðastofu um styrk til að halda alþjóðlegan dag var jafnréttisfulltrúa falið að ræða við verkefnisstjóra Alþjóðastofu um samvinnu á áætluðum fjölskyldudegi nefndarinnar og alþjóðlegum degi. Jafnframt var jafnréttisfulltrúa falið að ræða við menningarfulltrúa um slíka samvinnu.
Umsókn frá Myndrún ehf. um styrk sem samsvarar launum nema í 3 mánuði var hafnað.
Umsókn frá Víðheimum ehf. til gerðar jafnréttisnámskeiða fyrir stjórnendur sveitarfélaga var hafnað. Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa séð um fræðslu fyrir kjörna fulltrúa bæjarins. Jafnframt hefur Jafnréttisstofa verið með námskeið og fræðslu um jafnréttismál.
Umsókn Aksjón ehf. um 160 þúsund króna styrk til þáttagerðar um jafnréttismál var samþykkt.
Afgreiðslu annarra umsókna frestað til næsta fundar.5 Kyngreindar upplýsingar
2003040032
Kyngreindar upplýsingar samkvæmt Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar.
Í Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar er kveðið á um að jafnréttisfulltrúi fylgist með "kyngreindum upplýsingum frá launadeild" (starfsmannadeild) um launakjör allra bæjarstarfsmanna.
Hér með er farið fram á að þær verðir lagðar fram.

Fundi slitið.