Jafnréttisnefnd

3813. fundur 11. mars 2003

11. fundur
11.03.2003 kl. 08:15 - 09:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari
1 Álit kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2002
2002110027
Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaður Akureyrarbæjar kom á fundinn og sagði nefndinni frá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í máli Soffíu Gísladóttur og gangi mála þar um.
Talsverðar umræður urðu um þetta mál. Af gefnu tilefni leggur nefndin áherslu á að leitað verði ráðgjafar jafnréttisfulltrúa ef bæjarstjórn eða fagnefndir ráða í störf hjá Akureyrarbæ.


2 Þróun grunnlauna og aukagreiðslna til karla og kvenna í starfi hjá Akureyrarbæ
2003030034
Jafnréttisfulltrúi gerði nefndinni grein fyrir hvert á veg vinna á skoðun launa starfsfólks hjá Akureyrarbæ væri komin.
Jafnréttisfulltrúa falið að taka saman minnisblað um gang mála og leggja fram á næsta fundi.


3 Fjölskyldustefna Akureyrar
2002080012
Fjölskyldustefna Akureyrarbækjar tekin til umræðu og svör þau sem borist hafa um framgang hennar.
Samþykkt að fela jafnréttisfulltrúa að fylgjast áfram með framkvæmd fjölskyldustefnunnar.

Fundi slitið.