Jafnréttisnefnd

3767. fundur 18. febrúar 2003

10. fundur
18.02.2003 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri




Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari




1 Auður - námskeið
2003020089
Lögð fram hugmynd um að fá til Akureyrar, í samvinnu við Símey, námskeið í verkefninu "Auður í krafti kvenna".
Jafnréttisfulltrúa falið að vinna áfram með málið. Jafnframt var honum falið að kanna áhuga annarra stofnana sem sinna endurmenntun s.s. Símenntun Háskólans á Akureyri.


2 Styrkveitingar jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2003020087
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd auglýsir árlega styrki til jafnréttismála/verkefna.
Samþykkt að auglýsa sem fyrst og gefa um mánaðarumsóknarfrest.


3 Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar 2003
2002110017
Lögð fram drög og hugmyndir að endurskoðun Jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar.
Unnið áfram með drögin.

Fundi slitið.