Jafnréttisnefnd

3592. fundur 17. desember 2002

8. fundur
17.12.2002 kl. 17:00 - 19:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari
1 Tímaritið Vera - styrkbeiðni
2002110085
Erindi dags. 15. nóvember 2002 frá stjórn og ritstjóra tímaritsins Veru þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Akureyrarbæjar við útgáfu tímaritsins.
Nefndin samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 25.000.


2 Fræðsluhefti um jafnrétti kynjanna fyrir ungt fólk 15-25 ára - kennsluefni í lífsleikni
2002100071
Erindi dags.15. október 2002 frá jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands þar sem sótt er um styrk til útgáfu fræðsluheftis um jafnrétti kynjanna fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 100.000. Jafnframt óskar hún eftir því að jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar fái að fylgjast með framgangi verkefnisins. Þá þykir nefndinni brýnt að lögð verði áhersla á að fræðsluheftið höfði til ungs fólks um allt land.


3 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2002
2002100044
Landsfundur jafnréttisnefnda var haldinn í Hafnarfirði dagana 8. og 9. nóvember sl. Tryggvi Gunnarsson og Elín Antonsdóttir jafnréttisfulltrúi sóttu fundinn fyrir hönd jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar.
Landsfundarfulltrúar sögðu nefndinni frá því helsta sem fyrir bar á fundinum.


4 Umsagnaraðild jafnréttis- og fjölskyldunefndar vegna starfsráðninga
2002110057
Tekin fyrir að nýju tillaga Þorláks Axels Jónssonar um að jafnréttis- og fjölskyldunefnd verði umsagnaraðili við ráðningar í störf hjá Akureyrarbæ þegar bæjarstjórn og fagnefndir ráða fólk til starfa.
Í ll. kafla jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar er fjallað um hvernig staðið skuli að málum varðandi starfsauglýsingar og ráðningar í störf hjá Akureyrarbæ. Þá er það eitt af hlutverkum jafnréttisfulltrúa að sinna ráðgjöf varðandi jafna stöðu karla og kvenna.
Meirihluti jafnréttis- og fjölskyldunefndar getur ekki samþykkt tillögu Þorláks A. Jónssonar um að nefndin skuli vera umsagnaraðili þegar bæjarstjórn og fagnefndir ráða starfsmenn hjá Akureyrarbæ en skorar á bæjarstjórn og fagnefndir að leita eftir ráðgjöf jafnréttisfulltrúa ef á þarf að halda við ráðningar starfsmanna.
Þorlákur A. Jónsson sat hjá við afgreiðsluna.5 Viðurkenning jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2002
2002110072
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd sendi í haust bréf til fyrirtækja, stofnana, stéttarfélaga, fjölmiðla og stuðningsumhverfis fyrirtækja og óskaði eftir tilnefningu fyrirtækis/stofnunar til jafnréttis og fjölskylduviðurkenningar ársins 2002.
Rætt var um þær tilnefningar sem hafa borist og var jafnréttisfulltrúa falið að vinna áfram með málið.


6 Starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2002080045
Farið yfir áætlanir nefndarinnar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.