Jafnréttisnefnd

3481. fundur 12. nóvember 2002

Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - Fundargerð
7. fundur
12.11.2002 kl. 08:15 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnssson, formaður
Alfreð Almarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Elín Sigrún Antonsdóttir, fundarritari
1 Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar 2002
2002110017
Hafin vinna við endurskoðun á jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar.


2 Fjölskyldustefna Akureyrar
2002080012
Tekin fyrir svör sem borist hafa við fyrirspurn nefndarinnar vegna fjölskyldustefnu bæjarins.
Fyrir fundinum lágu svör frá átta af þrettán aðilum sem nefndin sendi bréf þann 24. september sl. Fram kemur í svörunum að í flestum tilvikum er vinna hafin samkvæmt því sem fjölskyldustefnan kveður á um.
Starfsmanni falið að hafa samband við þá aðila sem ekki hafa svarað og ganga eftir svörum frá þeim.


3 Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2002060078
Tekin fyrir bókun bæjarstjórnar frá 22. október sl. varðandi 1. lið fundargerðar bæjarráðs dags.
10. október sl.
Starfsmanni falið að kanna hvaða möguleika launakerfið býður til þess að gera þær kannanir sem felast í samþykktum bæjarstjórnar.


4 Sókratesáætlunin - Violet verkefni
2002110058
Þorbjörg Ásgeirsdóttir frá Menntasmiðjunni á Akureyri kom og kynnti verkefni á vegum Evrópusambandsins sem Menntasmiðjan er þátttakandi í og fjallar um fullorðinsfræðslu og atvinnuúrræði meðal kvenna í aðildarlöndunum.


5 Umsagnaraðild jafnréttis- og fjölskyldunefndar vegna starfsráðninga
2002110057
Þorlákur Axel Jónsson bar fram tillögu um að jafnréttis- og fjölskyldunefnd verði umsagnarðaili við ráðningar í störf hjá Akureyrarbæ þegar bæjarstjórn og fagnefndir ráða fólk til starfa.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.