Jafnréttisnefnd

3414. fundur 14. október 2002

6. fundur
14.10.2002 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður
Alfreð Almarsson
Tryggvi Gunnarsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir, fundarritari
1 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2002
2002100044
Borist hefur bréf þar sem tilkynnt er að landsfundur jafnréttisnefnda 2002 verði haldinn í Hafnarfirði dagana 8.- 9. nóvember nk.
Ákveðið að jafnréttisfulltrúi og tveir nefndarmenn fari á landsfundinn í Hafnarfirði.


2 "Jafnt er betra"
2002100043
Bréf hefur borist frá Jafnréttisstofu þar sem minnt er á námskeiðið "Jafnt er betra" sem halda á þann 23. október nk. Námskeiðið er ætlað fulltrúum í jafnréttisnefndum, öðru sveitarstjórnarfólki og starfsfólki sveitarfélaganna.
Ákveðið að jafnréttisfulltrúi og þrír nefndarmenn sæki námskeiðið.


3 Starfs- og fjárhagsáætlun janfréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2002080045
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar vann að gerð starfsáætlunar fyrir árið 2003.
Lögð var lokahönd á gerð starfsáætlunar fyrir nefndina.

Fundi slitið.