Jafnréttisnefnd

3146. fundur 14. júní 2002

 

1. fundur
14.06.2002 kl. 10:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Alfreð Almarsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Elín Antonsdóttir, fundarritari
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 11. júní sl. kosið aðal- og varamenn í jafnréttis- og fjölskyldunefnd til næstu fjögurra ára:

Aðalmenn: Varamenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður Gerður Jónsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir, varaformaður Hinrik Þórhallsson
Alfreð Almarsson Ragnhildur Thoroddsen
Tryggvi Þór Gunnarsson Ása Maren Gunnarsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson Sigrún Stefánsdóttir


1 Kynning nefndarinnar og fundartími
Nefndarfólk kynnti sig og ræddi um fundartíma jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Ákveðið að funda einu sinni í mánuði og tímasetja fundina kl. 8.00 að morgni.


2 Námskeið fyrir aðal- og varamenn jafnréttis- og fjölskyldunefndar
2002060052
Formaður lagði fram tillögu um að haldið yrði námskeið fyrir aðal- og varamenn nefndarinnar.
Ákveðið að stefna að slíku námskeiði í haust.


3 19. júní - kvenréttindadagurinn
2002060053
Rætt um hvað skuli gert í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní nk.
Ákveðið að setja auglýsingu í svæðisfjölmiðla með hamingjuóskum til kvenna og fjölskyldna þeirra í tilefni kvenréttindadagsins.


4 Niðurstöður launakönnunar 2002
2002030116
Kjartan Ólafsson kom á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum launakönnunar meðal embættismanna Akureyrarbæjar sem RHA hefur verið að vinna fyrir nefndina.
Nefndin ákvað að kynna sér vel niðurstöður könnunarinnar og fól jafnréttisfulltrúa að gera samantekt úr skýrslunni til afhendingar á næsta fundi.

Fundi slitið.