Jafnréttisnefnd

3285. fundur 19. ágúst 2002

2. fundur
19.08.2002 kl. 08:15 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður
Elín Hallgrímsdóttir
Alfreð Almarsson
Þorlákur Axel Jónsson
Elín Sigrún Antonsdóttir, fundarritari


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000100059
Jafnréttisfulltrúi afhenti nefndinni minnispunkta úr fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Nefndin fól jafnréttisfulltrúa að senda bréf til ábyrgðaraðila fjölskyldustefnunnar með ósk um upplýsingar um stöðu þeirra málaflokka sem þeir bera ábyrgð á að unnið verði að árið 2002.


2 Jafnréttisstarf í skólum
2002020032
Fyrirhugað framboð á fræðslu í skólum um jafnréttis- og fjölskyldumál.
Umræður um næstu skref. Nefndin fól jafnréttisfulltrúa að kanna leiðir til þess að auka fræðslu um jafnréttis- og fjölskyldumál í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum á Akureyri.


3 Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2002060078
Launakönnun sem unnin var af RHA lögð fram ásamt minnisblaði.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd óskar eftir að jafnréttisfulltrúi og fulltrúi RHA fái að koma á fund bæjarráðs og kynna launakönnunina. Í könnuninni kom fram launamunur kynja og fer nefndin þess á leit að bæjarráð geri viðeigandi ráðstafanir í samræmi við jafnréttisáætlun, fjölskyldustefnu og starfsmannastefnu Akureyrarbæjar.
Bókun bæjarráðs 22. ágúst 2002

4 Starfsdagur jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
2002080013
Formaður hefur lagt til að nefndin hafi starfsdag og fari yfir þau mál sem hún ber ábyrgð á á komandi kjörtímabili.
Samþykkt að hafa starfsdag laugardaginn 21. september nk. og boða jafnframt varamenn nefndarinnar.


5 Starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2002080045
Umræður um starfs- og fjárhagsáætlun 2003.
Lögð fram gögn fyrir áætlanir næsta árs.


Fundi slitið.