Jafnréttisnefnd

3358. fundur 23. september 2002

4. fundur
23.09.2002 kl. 08:15 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Björn Snæbjörnsson, formaður
Elín Hallgrímsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Alfreð Almarsson
Sigrún Stefánsdóttir
Elín Antonsdóttir, fundarritari
1 Starfs- og fjárhagsáætlun janfréttis- og fjölskyldunefndar 2003
2002080045
Vinna við starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Gert uppkast að fjárhagsáætlun 2003 fyrir nefndina og hafin vinna við skorkort.


2 Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2002060078
Umræður um bókun bæjarráðs vegna launakönnunar sem unnin var á vegum nefndarinnar.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd lýsir ánægju með afgreiðslu bæjarráðs vegna launakönnunarinnar. Nefndin mun fylgjast náið með framvindu málsins.


3 Bréf til ráðinna stjórnenda vegna fjölskyldustefnu
2002080012
Unnið með bréf til ráðinna stjórnenda vegna fjölskyldustefnu bæjarins.
Starfsmanni falið að ganga frá bréfinu og senda til viðkomandi aðila.

Fundi slitið.