Jafnréttisnefnd

3088. fundur 21. maí 2002
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
303. fundur
21.05.2002 kl. 18:00 - 20:00
Glerárgötu 20


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Hinrik Þórhallsson
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Elín Antonsdóttir fundarritari


1 Launakönnun - 2002
2002030116
Jafnréttisfulltrúi skýrði frá gangi mála varðandi launakönnun meðal deildar- og sviðsstjóra hjá Akureyrarbæ, en RHA tók að sér að gera könnunina og er hún enn í vinnslu.


2 Félag ungra feminista á Akureyri
2001100051
Jafnréttisfulltrúi bar nefndinni kveðju frá ungum feminstum á Akureyri og sýndi eintak af bæklingi, en nefndin styrkti útgáfuna.


3 Styrkir til skóla 2002
2002020015
Engar umsóknir bárust í styrki til jafnréttisverkefna í skólum sem kynntir voru leik-, grunn- og framhaldsskólum á Akureyri.
Nefndin leggur til að styrkirnir verði auglýstir í haust.


4 Styrkur til Suður-Afríkufarar
2001030030
Anna Richardsdóttir sendir kveðju og þakkir ásamt myndum og greinargerð um ferð sína til Afríku.
Jafnréttisnefnd sem styrkti ferð hennar lýsir ánægju sinni yfir ágætri greinargerð Önnu um ferðina.


5 Lokafundur kjörtímabilsins
Formaður jafnréttisnefndar þakkaði nefndinni og starfskonu gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fleira ekki gert .
Fundi slitið.