Jafnréttisnefnd

3051. fundur 25. mars 2002
302. fundur
25.03.2002 kl. 16:00 - 18:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Mínerva Sverrisdóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritarri


1 Ritgerðarsamkeppni grunnskóla
2002010057
Þátttaka í ritgerðarsamkeppni var dræm.
Jafnréttisfulltrúa var falið að afhenda verðlaunin.


2 Íshokkílið heiðrað
2002030115
Þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna heiðraði jafnréttisnefnd íshokkílið kvenna frá Skautafélagi Akureyrar en það vann nýverið Íslandsmeistartitil.


3 Launakönnun - 2002
2002030116
Jafnréttisnefnd fékk ekki fjárveitingu til þess að gera stóra launakönnun á þessu ári en 4 ár eru liðin síðan slík könnun var gerð.
Í grein 4.6. í jafnréttisáætlun Akureyarbæjar er kveðið á um að "Breytingar á stöðu karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ verði kannaðar reglulega. Annars vegar skal það gert með rannsóknum sem utanaðkomandi aðilar gera og hins vegar með minniháttar rannsóknum." Þá segir einnig í sömu grein "Jafnréttisráðgjafi og jafnréttisnefnd beita sér fyrir könnunum á stöðu kynjanna í bæjarfélaginu."
Í ljósi þessa var samþykkt að jafnréttisfulltrúi sæi um að gerð yrði "minniháttar" launakönnun meðal embættismanna Akureyrarbæjar.


4 Vefrænn kvennagagnabanki
2001110078
Erindi dags. 16. nóvember 2001 frá forverkefni kvennagagnabankans varðandi styrkumsókn til jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.


5 Konur og kosningar
2001080063
Konur í framboði til bæjarstjórnarkosninga.
Jafnréttisfulltrúa falið að sjá um kaffiboð fyrir konur í framboði til bæjarstjórnarkosninga. Jafnframt var honum falið að kanna hvort jafnréttisnefndir annarra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu vildu vera með.

Fundi slitið.