Jafnréttisnefnd

3002. fundur 18. febrúar 2002
301. fundur
18.02.2002 kl. 16:00 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Mínverva Sverrisdóttir
Páll Jóhannsson
Hinrik Þórhallsson
Elín Antonsdóttir fundarritari


1 Styrkir 2002
2002020015
Jafnréttisfulltrúi lagði fram hugmyndir um styrkveitingar samkvæmt verkáætlun.
Samþykkt að tileinka styrki ársins 2002 jafnréttisverkefnum í grunnskólum, leikskólum og framhaldsskólum á Akureyri.


2 Jafnréttisstarf í skólum
2002020032
Jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir hvernig hefur gengið að vinna að jafnréttismálum í skólum bæjarins.
Jafnréttisnefnd lýsir ánægju sinni yfir því að unnið er samkvæmt áætlun hennar á þessum vettvangi. Jafnframt bindur nefndin vonir við að góð þátttaka verði í ritgerðarsamkeppninni sem hún efndi til fyrir 9. bekki grunnskóla, en skiladagur ritgerða er 1. mars nk.


3 Jafnrétti og kosningar
2001060116
Undirbúningur jafnréttisnefndar vegna komandi bæjarstjórnarkosninga 2002.
Jafnréttisnefnd ákvað að senda bréf til stjórnmálaflokkanna til að hvetja til þess að jafnréttis kynja verði gætt þegar kemur að tilnefningum eftir kosningar í stjórnir, nefndir og ráð á vegum bæjarins. Jafnframt ákvað nefndin að bjóða kvenframbjóðendum til kaffisamsætis í byrjun maí.


4 Félag ungra feminista á Akureyri
2001100051
Lagt fram bréf dags. 14. janúar 2002 frá Félagi ungra feminista á Akureyri með beiðni um styrk til útgáfu kynningarbæklings.
Jafnréttisnefnd samþykkir að styrkja Félag ungra feminista á Akureyri um kr. 20.000.


5 Starf jafnréttisnefndar á kjörtímabilinu
2002020033
Lögð fram drög að greinargerð um störf jafnréttisnefndar á kjörtímabilinu.
Jafnréttisnefnd þakkaði starfskonu sinni greinargóða samantekt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.