Jafnréttisnefnd

2949. fundur 14. desember 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
300. fundur
14.12.2001 kl. 18:00 - 19:10
Geislagötu 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Hinrik Þórhallsson
Mínerva Sverrisdóttir
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari


1 Jafnréttisviðurkenning 2001
2001080064
Jafnréttisfulltrúi lagði fram tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar.
Jafnréttisnefnd samþykkti einróma hver hlyti jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar árið 2001. Afhending fer fram í janúar nk.


2 Stígamót - áframhaldandi starf
2000110077
Að beiðni jafnréttisfulltrúa hefur nefndinni borist stutt greinargerð um starf Stígamóta á Akureyri á árinu og hugmyndir um áframhaldandi starf.
Jafnréttisnefnd lýsir fullum stuðningi við starfsemina og felur jafnréttisfulltrúa að ræða við formann félagsmálaráðs um framhaldið.


3 Önnur mál
Starfsráðningar hjá Akureyrarbæ.
Undanfarnar vikur hefur verið ráðið í tvær stjórnunarstöður hjá Akureyrarbæ og hafa karlar verið ráðnir. Nú liggur fyrir að ráða í fleiri stjórnunarstöður og vill jafnréttisnefnd hvetja nefndir og bæjarstjórn til þess að framfylgja ákvæðum jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar um að jafna hlut kynja í stjórnunarstörfum.

Fleira ekki gert .
Fundi slitið.