Jafnréttisnefnd

2926. fundur 05. desember 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
299. fundur
05.12.2001 kl. 16:00 - 17:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Hinrik Þórhallsson
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Elín Antonsdóttir fundarritari


1 Jafnréttisnefnd - Starfsáætlun 2002
2001080090
Verkefnaáætlun jafnréttisnefndar fyrir árið 2002 lögð fram.
Jafnréttisnefnd lagði til viðbætur og breytingar á verkefnaáætlun og fól jafnréttisfulltrúa að ganga frá henni.


2 Samstarf við jafnréttisnefnd Dalvíkurbyggðar
2001120025
Jafnréttisfulltrúi sagði frá fundi með jafnréttisnefnd Dalvíkurbyggðar.
Jafnréttisfulltrúi skýrði frá því að jafnréttisnefnd Dalvíkurbyggðar hefði áhuga á samstarfi við nefndina við námskeiðahald og fleira.
Nefndin tók vel undir það og taldi jafnréttisstarfið verða öflugra ef hægt væri að byggja upp traust samstarf milli nefnda á svæðinu.


3 Önnur mál
Rætt var um tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar og frágang á listaverkinu sem verður viðurkenning ársins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:50.