Jafnréttisnefnd

2899. fundur 08. nóvember 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
298. fundur
08.11.2001 kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Mínerva Sverrisdóttir
Hinrik Þórhallsson
Dóróthea Eyland
Elín Antonsdóttir fundarritari


Bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson sat fundinn undir 1. lið.

1 Menn kan - Arbeidsliv og likestilling
2001100040
Bæjarstjóri kom á fundinn og sagði frá norrænu jafnréttisráðstefnunni "Menn kan - arbeidsliv og likestilling" sem hann sótti í Kaupmannahöfn 28. október sl.
Nefndin lýsti ánægju sinni með greinargerð bæjarstjóra og þakkaði honum fyrir að hafa tekið að sér að fara á ráðstefnuna.


2 Heimsókn góðra gesta
2001100051
Jafnréttisfulltrúi sagði frá fundi með Bríetum - ungum feministum sem jafnréttisnefnd stóð fyrir í Deiglunni á Kvennafrídaginn þann 24. október sl.
Það kom fram í máli jafnréttisfulltrúa að nokkuð góð aðsókn var á fundinn og voru ungir feministar úr framhaldsskólunum í meirihluta. Það upplýstist jafnframt að þegar hafa verið stofnuð félög ungra feminista í báðum skólum.


3 Jafnréttisviðurkenning 2001
2001080064
Engar tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2001 hafa komið til nefndarinnar.
Ákveðið var að fela jafnréttisfulltrúa að vinna áfram með málið.


4 Landsfundur jafnréttisnefnda á Hvolsvelli
2001080061
Jafnréttisfulltrúi sagði nefndinni frá landsfundi jafnréttisnefnda 2001 sem haldinn var á Hvolsvelli dagana 19.- 20. október sl.


5 Námskeið í samþættingu
2001060118
Jafnréttisfulltrúi sagði frá námskeiði í samþættingu sem nefndin hélt þann 23. október sl. fyrir ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar, bæjarstjórn og formenn nefnda. Um fimmtíu stjórnendur mættu á námskeiðið sem fór vel fram.
Nefndin vonast til að yfirmenn bæjarins nýti vel þessa þekkingu og samþætti jafnrétti kynja inn í stefnumótun og ákvarðanatöku deilda, stofnana og nefnda og ráða á vegum bæjarins.


6 Námskeið í skólum
2001100107
Litlar undirtektir hafa fengist frá skólastjórnendum við námskeiði um jafnréttis- og umhverfismál sem jafnréttisfulltrúi og verkefnastjóri Staðardagskrár 21 buðu fyrir lífsleiknikennara.
Nefndin lýsti furðu sinni yfir áhugaleysi kennara og skólastjórnenda á jafnréttis- og umhverfismálum.

Fundi slitið.