Jafnréttisnefnd

2848. fundur 17. september 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
297. fundur
17.09.2001 kl. 16:00 - 18:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir fundarritari


1 Jafnréttisviðurkenning 2001
2001080064
Lagðar fram hugmyndir að listaverki sem jafnréttisviðurkenningu til fyrirtækja og/eða stofnana árið 2001.
Samþykkt að semja við Sólveigu Baldursdóttur um gerð verðlaunagrips.


2 Landsfundur jafnréttisnefnda
2001080061
Jafnréttisfulltrúi sagði nefndinni að landsfundur jafnréttisnefnda 2001 yrði haldinn á Hvolsvelli dagana 19.- 20. október nk.
Samþykkt að jafnréttisfulltrúi sæki landsfundinn ásamt tveimur fulltrúum úr nefndinni.


3 Ráðstefnan "Mænd kan"
2001080068
Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu um samnorræna ráðstefnu - Mænd kan - sem haldin verður í Danmörku 28. október nk.
Jafnréttisnefnd óskar eftir því að bæjarstjóri sæki þessa ráðstefnu af hálfu Akureyrarbæjar.


4 Starfsáætlun jafnréttisnefndar 2002
2001080062
Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2002.
Unnið með starfsáætlun jafnréttisnefndar.
Ákveðið að halda áfram með þá vinnu á næsta fundi.


5 Bæjarstjórnarkosningar 2002
2001080063
Lagðar fram og ræddar hugmyndir að vinnu jafnréttisnefndar fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor.
Ákveðið að senda bréf til stjórnmálaflokkanna og hvetja til jafnréttis við tilnefningu á framboðslista og í nefndir og ráð á vegum bæjarins. Jafnréttisfulltrúi sagði frá fyrirhuguðu samþættingarnámskeiði fyrir stjórnendur innan bæjarkerfisins sem haldið verður í haust.

Fundi slitið.