Jafnréttisnefnd

2589. fundur 05. júlí 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
296. fundur
05.07.2001 kl. 15:00 - 17:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir, formaður
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Mínerva Sverrisdóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir, fundarritari


1 Starfsáætlanir 2001 - Jafnréttisnefnd
2000070015
Endurskoðun starfs- og fjárhagsáætlunar jafnréttisnefndar fyrir árið 2001.
Jafnréttisnefnd fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 og setti niður verkáætlun fyrir seinni hluta ársins.


2 Kynjahlutföll í nefndum og ráðum og embættismannakerfi Akureyrarbæjar
2000020017
Samanburður á könnunum um kynjahlutföll í nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar.
Jafnréttisnefnd fjallaði um þær kannanir sem hafa verið gerðar á vegum hennar um kynjahlutföll í nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar og fól jafnréttisfulltrúa að gera könnun í haust til samanburðar við þær tvær sem þegar hafa verið gerðar.


3 Jafnrétti og kosningar
2001060116
Undirbúningur jafnréttisnefndar vegna komandi bæjarstjórnarkosninga.
Rætt var um grein 1.5. í jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar og samþykkti nefndin að fela jafnréttisfulltrúa að senda bréf til stjórnmálaflokkanna með tilmælum um að hafa hana að leiðarljósi við val á frambjóðendum fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar.


4 Nektardansstaðir
1999110028
Tekin fyrir bókun umhverfisráðs frá 20. júní sl. þar sem fjallað var um nektardansstaði í tengslum við deiliskipulag.
Jafnréttisnefnd fagnar bókun umhverfisráðs.


5 Námskeið í samþættingu
2001060118
Jafnréttisnefnd ætlar í haust að halda námskeið um samþættingu fyrir ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar og bæjarstjórn.
Samþykkt að tímasetja námskeiðið í september - október og bjóða jafnframt formönnum annarra nefnda, stjórna og ráða hjá Akureyrarbæ að sækja námskeiðið.6 Jafnréttishandbók
2001060117
Jafnréttisnefnd ákvað á fundi sínum þann 8. maí sl. að gefa grunn- og framhaldsskólum á Akureyri bækurnar Jafnréttishandbókina og Ég er bara ég.
Jafnréttisnefnd hefur þegar afhent bækurnar í öllum grunnskólum Akureyrar og var þeim vel tekið. Þegar hefur borist þakkarbréf frá Giljaskóla.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.