Jafnréttisnefnd

1906. fundur 08. maí 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
295. fundur
08.05.2001 kl. 16:30 - 18:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir, formaður
Hinrik Þórhallsson
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Mínerva Sverrisdóttir
Elín Antonsdóttir, fundarritari


1 Styrkveitingar 2001
2001010064
Styrkumsóknir fyrir árið 2001 teknar fyrir. Þrjár umsóknir bárust.
a) Kompaníið sækir um kr. 85.000 til að standa straum af stuttmyndanámskeiði fyrir stúlkur.
b) Menntasmiðjan sækir um styrk til að framkvæma könnun á högum fyrrverandi nemenda Menntasmiðju kvenna á Akureyri.
c) Knattspyrnudeild Þórs sækir um styrk til handa kvennaknattspyrnuliði Akureyringa.
a) Samþykkt að veita upphæðina sem óskað var eftir.
b) Samþykkt að veita kr. 150.000 til þessa verkefnis.
c) Samþykkt að styrkja kvennaknattspyrnuna um kr. 175.000.2 Nektardansstaðir
1999110028
Tekin var til umræðu staðsetning nektardansstaða á Akureyri.
Jafnréttisnefnd Akureyrar hefur ítrekað lýst andstöðu sinni á rekstri nektardansstaða í bænum og telur slíka starfsemi ekki í samræmi við stefnu bæjarins í jafnréttismálum. Nefndin beinir þeirri ósk til umhverfisráðs að við endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar Akureyrar komi fram skýrt bann við rekstri næturklúbba í Miðbæ Akureyrar. Jafnframt óskar nefndin eftir því að við endurskoðun deiliskipulags annarra hverfa bæjarins þar sem heimilt er að reka veitingastaði verði slík starfsemi óheimil.


3 Ráðstefna um íþróttir kvenna
2001050015
Jafnréttisnefnd ætlar í samvinnu við ÍBA og ÍSÍ að standa fyrir ráðstefnu í september nk. um kvennaíþróttir.
Jafnréttisnefnd Akureyrar lýsir ánægju sinni með að fá tækifæri til þess að stuðla á þennan hátt að eflingu kvennaíþrótta.


4 Jafnréttishandbækur
1999120070
Jafnréttisfulltrúi kynnti fyrir nefndinni nýútgefnar jafnréttishandbækur sem ætlaðar eru til nota í skólum.
Nefndin samþykkti að færa grunnskólum Akureyrar og framhaldsskólunum eintak af bókunum að gjöf með það fyrir augum að hvetja til jafnréttisumræðu og jafnréttiskennslu í skólum.


5 Bókun jafnréttisnefndar 6. mars 2001
1999110080
Erindi dags. 18. apríl 2001 frá bæjarstjóra Akureyrar þar sem hann óskar eftir rökstuðningi vegna bókunar jafnréttisnefndar 6. mars sl.
Jafnréttisnefnd ákveður að fresta svari við erindi bæjarstjóra.


6 Fundur jafnréttisráðgjafa í Hafnarfirði
Jafnréttisfulltrúi sagði frá fundi jafnréttisráðgjafa sem haldinn var í Hafnarfirði 27. apríl sl.


7 Önnur mál
Formaður sagði frá möguleikum til styrkbeiðna hjá Evrópusambandinu.
Nefndin fól jafnréttisfulltrúa að kanna málið.

Fundi slitið.