Jafnréttisnefnd

2548. fundur 06. mars 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
294. fundur
06.03.2001 kl. 17:00 - 19:30
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Páll Jóhannsson
Hinrik Þórhallsson
Mínerva Sverrisdóttir
Dóróthea Eyland
Elín Antonsdóttir, fundarritari


1 Dómur í máli Ingibjargar Eyfells
1999110080
Lagður fram dómur í máli Ingibjargar Eyfells sem kveðinn var upp 27. febrúar 2001.
Jafnréttisnefnd tók dóminn til umfjöllunar og lýsti ánægju sinni með niðurstöðu hans fyrir hönd Ingibjargar Eyfells. Nefndin er ekki sátt við að Akureyrarbær fái ítrekað á sig mál vegna jafnréttisbrota og hvetur bæjarstjórn til þess að fara að lögum svo ekki þurfi að koma til frekari málaferla af þessu tagi.


2 Hlutverk jafnréttisfulltrúa
2001030028
Jafnréttisfulltrúi óskaði eftir umræðum og áliti nefndarinnar á hlutverki og verksviði jafnréttisfulltrúa.
Af þessu tilefni ræddi nefndin jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar (samþ. 1998) og samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa Akureyrar (samþ. 2000). Nefndin vill beina því til stjórna, nefnda og ráða svo og deilda og stofnana bæjarins að nýta sér aðstoð eða ráðgjöf jafnréttisfulltrúa ef upp koma mál sem varða jafnrétti kynja.3 Málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns
2001030029
Erindi dagsett 2. mars 2001 frá Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir styrk vegna 1. hluta málþings um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns.
Jafnréttisnefnd hefur ekki fjárhagslegt svigrúm til að verða við erindinu en vísar því til bæjarráðs.
Bæjarstjórn 20. mars 2001


4 Jafnréttisverkefni
2000100060
Erindi dags. 10. janúar 2001 frá Siglingaklúbbnum Nökkva þar sem kynnt er jafnréttisverkefni sem klúbburinn er að ýta úr vör.
Nefndin lýsir ánægju sinni með gott framtak.


5 Styrkur til endurmenntunarferðar
2001030030
Erindi dags. 26. febrúar 2001 frá Önnu Maríu Richarsdóttur listakonu þar sem hún fer fram á styrk til endurmenntunarferðar sem mun nýtast við kennslu í Menntasmiðju kvenna.
Nefndin samþykkir að styrkja Önnu Richardsdóttur um 30.000 kr. að því tilskyldu að hún skili greinargerð um ferðina og ávinning hennar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.30.