Jafnréttisnefnd

2486. fundur 22. janúar 2001
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
293. fundur
22.01.2001 kl. 16:00 - 17:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Hinrik Þórhallsson
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Elín Antonsdóttir, fundarritari


1 Könnun á stöðu ungs fólks á Akureyri
2000090070
Nemendur í Háskólanum á Akureyri mæta til að gera grein fyrir skýrslu um jafnréttisviðhorf ungs fólks.
Nemendur í Háskólanum á Akureyri; Aðalsteinn Helgason, Ásta Kristín Reynisdóttir, Ásta Skarphéðinsdóttir og Benedikt Hálfdanarson komu á fundinn og fóru í gegnum skýrsluna um jafnréttisviðhorf ungs fólks á Akureyri. Talsverðar umræður spunnust um skýrsluna og í framhaldi af þeim voru nemendur beðnir að vinna meira með þær upplýsingar sem liggja fyrir og taka út kynbundin svör. Nemendum var þökkuð góð vinna og véku þeir síðan af fundi.


2 Landsfundur jafnréttisnefnda 2000
2000100081
Rætt var um velheppnaðan landsfund jafnréttisnefnda sem nefndin stóð fyrir ásamt Jafnfréttisstofu í nóvember sl.3 Málefni Menntasmiðjunnar
2000090074
Jafnréttisfulltrúi kynnti nefndinni málefni Menntasmiðjunnar.
Talsverðar umræður urðu um málið og óskaði nefndin eftir því að fá að fylgjast með framvindunni.


4 Stígamót - líka á Akureyri
2000110077
Kynntar hugmyndir að starfsemi Stígamóta á Akureyri.
Nefndin lýsti ánægju sinni með þetta tilraunaverkefni og samþykkti að leggja kr. 200.000 í starfsemina.


5 Styrkveitingar 2001
2001010064
Rætt var um tilhögun styrkveitinga á árinu.
Hinrik Þórhallsson kom með þá tillögu að komið yrði á sérstökum jafnréttisdegi þar sem veittir yrðu styrkir til jafnréttisverkefna og viðurkenningar til fyrirtækis og/eða stofnunar sem skarað hefði fram úr í jafnréttismálum. Jafnréttisfulltrúa var falið að vinna áfram með ofangreinda hugmynd.


6 Önnur mál
Jafnréttisfulltrúi kynnti eftirfarandi mál: Þáttagerð á Aksjón þar sem störf nefndarinnar verða kynnt, mál Ingibjargar Eyfells verður tekið fyrir þann 25. janúar nk. og út er komin Jafnréttishandbókin sem ætluð er fyrir skóla.

Fundi slitið kl. 17.30.