Jafnréttisnefnd

2457. fundur 18. desember 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
292. fundur
18.12.2000 kl. 16:00 - 17:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Minerva Sverrisdóttir
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari


Á fundinn mætti Eiríkur B. Björgvinsson deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar.
1 Vandi kvennaíþrótta
2000110061
Til umfjöllunar var bréf sem knattspyrnudeild Þórs sendi bæjarráði um fjárhagsvanda kvennaknattspyrnu.
Eiríkur B. Björgvinsson upplýsti um stöðu kvenna í íþróttum á Akureyri. Jafnréttisnefnd hefur áhuga á að vinna með íþróttahreyfingunni og íþrótta- og tómstundaráði að því að bæta stöðu kvenna og glæða áhuga þeirra á íþróttum. Jafnframt hvetur nefndin íþróttafélögin á Akureyri til þess að hlúa vel að kvennaíþróttum.

Eiríkur B. Björgvinsson vék af fundi eftir þennan lið.

2 Könnun á stöðu ungs fólks á Akureyri
2000090070
Nemendur í Háskólanum á Akureyri mættu ekki til að gera grein fyrir skýrslu um jafnréttisviðhorf ungs fólks.
Jafnréttisnefnd frestar afgreiðslu.


3 Landsfundur jafnréttisnefnda 2000
2000100081
Landsfundur jafnréttisnefnda sem jafnréttisnefnd Akureyrar stóð fyrir ásamt Jafnréttisstofu á sl. hausti.
Jafnréttisnefnd frestar afgreiðslu.


4 Jafnrétti karla og kvenna í opinberri stefnumótun
2000120012
Erindi dags. 28. nóvember 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að Elín Antonsdóttir, verkefnisstjóri, hafi verið tilnefnd sem fulltrúi í nefnd til að kanna hvort og með hvaða hætti opinber stefnumótun taki mið af jafnrétti karla og kvenna.
Jafnréttisnefnd frestar afgreiðslu.


5 Málefni Menntasmiðjunnar
2000090074
Málefni Menntasmiðjunnar.
Jafnréttisnefnd frestar afgreiðslu.


6 Auður í krafti kvenna
2000120088
Námskeiðið Auður í krafti kvenna er sérstaklega unnið fyrir konur í fyrirtækjarekstri eða frumkvöðla.
Jafnréttisnefnd frestar afgreiðslu.Fleira ekki gert - fundi slitið kl. 17:30.