Jafnréttisnefnd

2048. fundur 21. febrúar 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
284. fundur
21.02.2000 kl. 16:30 - 19:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Páll Eyþór Jóhannsson
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Ingibjörg Sólrún Ingimarsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir fundarritari


1 Kynjahlutföll í nefndum og ráðum og embættismannakerfi Akureyrarbæjar
2000020017
Jafnréttisfulltrúi kynnti nefndarmönnum gögn um hlutföll kynja í nefndum, ráðum og embættismannakerfi Akureyrarbæjar.
Jafnréttisnefnd lýsir áhyggjum yfir hve kynjahlutföll í stjórnum, nefndum og ráðum hjá Akureyrarbæ eru konum í óhag. Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnmálaflokkanna að við tilnefningar í stjórnir, nefndir og ráð verði 1.5. grein Jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar höfð að leiðarljósi. Einnig beinir nefndin þeim tilmælum til yfirstjórnar bæjarins að við stöðuhækkanir, nýráðningar og tilfærslu í störfum verði unnið að því að jafna hlut kynjanna.


2 Fimleikaráð Akureyrar - styrkbeiðni
2000020002
Erindi dags. 30. janúar 2000 frá Fimleikaráði Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til að efla stöðu drengja í fimleikum.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 130.000 að því tilskyldu að nefndin fái greinargerð innan árs um verkefnið og ávinning þess.


3 Knattspyrnudeild Þórs - styrkbeiðni
2000020016
Knattspyrnudeild Þórs sækir um 500.000 króna styrk frá Jafnréttisnefnd Akureyrar. Peningum verður varið til þess að skapa sameiginlegu kvennaknattspyrnuliði Þórs og KA sambærilegt vinnuumhverfi og knattspyrnuliði karla.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 75.000 að því tilskyldu að nefndin fái greinargerð innan árs um verkefnið og ávinning þess.
4 Knattspyrnufélag Akureyrar - styrkbeiðni
2000020020
Erindi dags. 31. janúar 2000 frá Knattspyrnufélagi Akureyrar þar sem það sækir um styrk til eflingar kvennaknattspyrnu.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 75.000 að því tilskyldu að nefndin fái greinargerð innan árs um verkefnið og ávinning þess


5 Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Þórs - styrkbeiðni
2000020003
Erindi dags. 27. janúar 2000 frá Ungligaráði Körfuknattleiksdeildar Þórs þar sem óskað er eftir styrk í kjölfar átaks í körfuknattleik kvenna.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 130.000 að því tilskyldu að nefndin fái greinargerð innan árs um verkefnið og ávinning þess.


6 Golfklúbbur Akureyrar - styrkumsókn
2000020059
Golfklúbbur Akureyrar sækir um styrk til að auka þátttöku stelpna í klúbbnum. Sótt er um styrk að upphæð 135.000 kr.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 75.000 að því tilskyldu að nefndin fái greinargerð innan árs um verkefnið og ávinning þess.


7 Gilfélagið - styrkumsókn
2000020062
Gilfélagið sækir um styrk, 250.000 kr. til að efla hlut kvenna á dagskrá Listasumars.
Þar sem styrkir voru fyrirfram tileinkaðir jafnréttisverkefnum íþróttafélaga getur nefndin ekki orðið við umsókninni.


8 Launamunur kynjanna.
2000020014
Skipuð hefur verið nefnd til að far yfir skýrslu Félagsvísindastofnunar um launamun kynja hjá Akureyrarbæ. Nefndina skipa formaður jafnréttisnefndar ásamt tveimur fulltrúum skipuðum af bæjarstjórn. Starfsmenn nefndarinnar eru jafnréttisfulltrúi og starfsmannastjóri.
Nokkrar umræður urðu um skýrsluna. Jafnframt lýsti nefndin ánægju sinni yfir bókun bæjarráðs dags. 27. janúar 2000 varðandi ofangreinda nefndarskipan.


9 Starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttisnefndar
2000020018
Endurskoðun starfs- og fjárhagsáætlunar 200010 8. mars
Jafnréttisfulltrúi vakti athygli á að stutt er í alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars.
Samkvæmt starfsáætlun jafnréttisnefndar á hún að standa fyrir fundi 8. mars. Nefndin tók þá ákvörðun að tileinka fundinn ungu fólki og var jafnréttisfulltrúa falið að annast undirbúning.


11 Kynjahlutföll í Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir vakti máls á því að samkvæmt nýútkomnu fréttabréfi AFE kemur í ljós að allir starfsmenn og allir stjórnarmenn Atvinnuþróunarfélagsins eru karlmenn.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands frá nóvember ´99 eru tæplega 80% íslenskra kvenna á aldrinum 16 - 74 ára á almennum vinnumarkaði.
Jafnréttisnefnd lýsir furðu sinni á því að konur skuli ekki eiga fulltrúa í stjórn eða meðal starfsmanna Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

12 Leikmannasamningur KSÍ
Formaður jafnréttisnefndar lagði fram leikmannasamning KSÍ og gerði athugasemd við 3. grein.
Nefndin fól jafnréttisfulltrúa að óska eftir við jafnréttisráð að kannað verði hvort um brot á jafnréttislögum sé að ræða.Fundi slitið kl. 19:00