Jafnréttisnefnd

2046. fundur 22. maí 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
286. fundur
22.05.2000 kl. 16:30 - 17:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir
Páll Jóhannsson
Hinrik Þórhallsson
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Ingibjörg Sólrún Ingimarsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir


María Jónsdóttir, forstöðukona Kompanísins, mætti á fundinn og bauð formaður nefndarinnar hana velkomna.
1 Sjálfstyrking ungra stúlkna
Jafnréttisnefnd veitti Kompaníinu styrk til þess að halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur.
María Jónsdóttir, forstöðukona Kompaníins, mætti á fundinn og gerði grein fyrir námskeiðinu og lagði mat á útkomu þess. Hún leggur til að haldið verði áfram með slík námskeið. Jafnréttisnefnd lýsir ánægju sinni yfir árangrinum og vonast til þess að þetta verði upphafið að áframhaldandi árangursríku starfi.

María Jónsdóttir vék af fundi kl. 17.03.


2 Kvennaefling - ferð til Litháen
Haldin verður ráðstefna um kvennaeflingu í Litháen dagana 28. - 30 maí 2000.
Nefndin mælir með að Elín Antonsdóttir, jafnréttisfulltrúi, sæki ráðstefnuna og skili greinargerð um ferðina á næsta fundi.


3 Undirbúningur fyrir 19. júní
Jafnréttisnefnd ætlar að minnast 85 ára kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní nk.
Jafnréttisnefnd ákvað að vera með skemmtidagskrá í Naustaborgum í tilefni 85 ára kosningaréttar íslenskra kvenna, en þar hafa konur gróðursett tré á þessum degi.


4 Launakönnun
Starf nefndar um launakönnun.
Formaður sagði frá starfi nefndar um launakönnun en starf hennar mun vera langt komið.


5 Önnur mál
Bréf frá starfshópi.
Formaður skýrði frá bréfi frá starfshópi um starf jafnréttisnefnda sveitarfélaga, þar sem greint var frá meginhlutverkum nefndarinnar. Einnig kom fram að jafnréttisnefnd Hvolshrepps byði til næsta landsfundar og hefði það verið þegið. Stefnt er að landsfundinum seinni hluta septembermánaðar.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.42 .