Jafnréttisnefnd

2045. fundur 08. júní 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
287. fundur
08.06.2000 kl. 16:00 - 18:10
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir formaður
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Elín Antonsdóttir fundarritari


1 Hæstaréttardómur
Akureyrarbær gegn kærunefnd jafnréttismála v/Ragnhildar Vigfúsdóttur.
Jafnréttisnefnd fagnar því að niðurstaða er fengin í máli kærunefndar jafnréttismála v/Ragnhildar Vigfúsdóttur og lítur svo á að með dómnum sé stigið stórt skref í átt að launajafnrétti kynjanna. Jafnréttisnefnd samþykkir að taka málið aftur á dagskrá þegar fyrir liggur álitsgerð bæjarlögmanns á því.


2 Starfs- og fjárhagsáætlun Jafnréttisnefndar
Vinna við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.
Jafnréttisnefnd hóf vinnu við starfsáætlun fyrir árið 2001. Starfskonu falið að vinna með drögin.


3 Greinargerð
Ferð til Litháen.
Jafnréttisfulltrúi sagði frá ferð sinni til Litháen og lagði fram greinargerð um ferðina.


4 Önnur mál
Kvenréttindadagur Íslands.
Dagskrá fyrir 19. júní ákveðin. Jafnréttisnefnd stendur fyrir dagskrá og gróðursetningu við Kvennaborgir.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.